Sæstrengir

Fjarskiptakerfi Mílu liggur víða yfir firði, víkur og voga og stytta þar með leið fjarskipta milli byggðakjarna. Mikilvægt er fyrir sæfarendur að þekkja til legu fjarskiptastrengja í kringum landið til að komast hjá óþarfa tjóni.

Fjarskiptastrengir í sjó 

Fjarskiptastrengir Mílu í sjó liggja víða umhverfis landið yfir firði, víkur og voga. Um er að ræða ljósleiðarastrengi og símastrengi og auk þess liggja strengir í sjó sem ekki eru í notkun. Mikilvægt er að þekkja til þeirra yfirborðsmerkinga sem vísa á legu og staðsetningu strengja. Stefnumerki vísa til landtöku sæstrengja og legu þeirra í sjó.

Tjón á fjarskiptastrengjum 

Tjón sem verður vegna rofs á fjarskiptastreng, hvort sem er á landi eða í sjó getur hlaupið á milljónum króna og er á ábyrgð þess sem veldur því. Komast má hjá óþarfa tjóni og töfum með því að afla sér réttra upplýsinga í tíma.

Varðandi sæstrengi er vakin athygli á því að samkvæmt lögum um fjarskipti er óheimilt að veiða með botnveiðafærum nær sæstreng en sem nemur fjórðung úr mílu frá miðju sæstrengs í báðar áttir, eða alls tveimur mílufjórðungum, sem eru 926 metrar. 

Einnig er tekið fram í fjarskiptalögum að ekki megi gera jarðrask eða aðrar ráðstafanir er af geta hlotist skemmdir á fjarskiptavirkjum þar með talið sæstrengjum, eða truflanir á rekstri þeirra nema áður hafi verið aflað upplýsinga um legu þeirra og samráð verið haft við eiganda fjarskiptavirkisins um tilhögun framkvæmdanna.  

Til að fá allar upplýsingar um staðsetningu strengja Mílu (GPS hnit) hringið í síma 585 6000 eða pantið lagnateikningar á vef Mílu. 

Kort sem sýna legu sæstrengja innan fjarða

Innanfjarðastrengir eru fjarskiptastrengir sem eru annaðhvort ljósleiðarar eða aðrir sæsímastrengir. Einnig liggja strengir yfir firði, víkur og voga sem ekki eru í notkun.

Á meðfylgjandi kortum eru virkir fjarskiptastrengir merktir með rauðu og grænu, en strengir sem ekki eru í notkun eru merktir með svörtu.

Firðir eru flokkaðir eftir landshlutum:

Suðvesturland

Reykjavík og nágrenni

Vesturland

Vestfirðir

Norðurland

Austurland

Suðurland

Vestmannaeyjar