Eldgos á Reykjanesi - Míla á Hættustigi

18.12.2023

Staðfest er að eldgos er hafið á Reykjanesi við Hagafell. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram til að auka öryggi fjarskipta á Reykjanesi með högunarbreytingum á rekstri Mílu.
Eins og staðan er núna eru öll fjarskipti Mílu í fullum rekstri. Einnig hefur mönnun á NOC Mílu verið aukin til að fylgjast með þróun og undirbúa fyrstu aðgerðir.