Slæm veðurspá

13.1.2020

Míla er enn í viðbragðsstöðu vegna veðurs. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu í kvöld og á morgun.

Míla er enn í viðbragðsstöðu vegna veðurs. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu í kvöld og á morgun. Spáð er norðaustan hvassviðri og stormi, snjókomu og slyddu. Þá er búist við veðuráraun á raforkukerfin vegna vinds og ísingar skv. Landsneti, auk seltuveðurs á norðausturlandi og austurlandi. Míla keyrir á varaafli ef þörf krefur, en langvarandi útföll á rafmagni geta haft áhrif á fjarskipti. Þá er einnig hætta á að ísing geti valdið truflunum á flutningi fjarskipta í lofti á minni fjarskiptastaði og til fjalla.  

9.1.2020

Míla er enn í viðbragðsstöðu vegna veðurs. Áfram er gul og appelsínugul veðurviðvörun á morgun og laugardag á vestan og sunnanverðu landinu. Þá er spáð að hlýni og að væta aukist. Þetta eykur líkur á útleysingu vegna seltu í raforkukerfinu, auk þess sem þetta eykur hættu á ísingu í fjarskiptamöstrum. Míla keyrir á varaafli ef þörf krefur, en langvarandi útföll á rafmagni geta haft áhrif á fjarskipti. Þá er einnig hætta á að ísing geti valdið truflunum á flutningi fjarskipta í lofti á minni fjarskiptastaði og til fjalla.

 

6.1.2020

Míla er í viðbragðsstöðu vegna djúprar lægðar sem stefnir að landinu. Búist er við slæmu veðri á sunnan og vestanverðu landinu sem hefst í kvöld, 6.1.2020, og getur varað fram eftir vikunni. 

Búið er að vara við að selta, eldingar og ísing geti haft áhrif á afhendingu rafmagns. Skv. RARIK getur veðrið haft áhrif á rafmagn á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi Vestra. Míla keyrir á varaafli ef þörf krefur, en langvarandi útföll á rafmagni geta haft áhrif á fjarskipti. Þá er einnig hætta á að ísing geti valdið truflunum á flutningi fjarskipta í lofti á minni fjarskiptastaði og til fjalla.