Bilun á sambandi milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga.

26.1.2021

Bilun hefur komið upp á landshing Mílu milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. bilanagreining stendur yfir, en viðgerð hefst um leið og henni lýkur. 

Bilun hefur komið upp á landshing Mílu milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Líklegt er að krapaflóð frá Jökulsá á fjöllum hafi valdið bilun. Frekari bilanagreining stendur yfir, en viðgerð hefst þegar frekari greining liggur fyrir. Strengurinn sem sambandið fer um er í eigu annarra. 

Uppfært: Viðgerð er lokið.

Uppfært 27. janúar kl. 14:00 - Viðgerð er hafin. 

Uppfært 27.janúar kl. 12:40 - Enn er engum hleypt inn á svæðið við Jökulsá á fjöllum vegna ótta við að stærra krapaflóð geti farið af stað hvenær sem er. Það hefur því ekki verið hægt að komast til að gera við strenginn. 

Uppfært 26. janúar kl. 21:00 - Vegna aðstæðna hefur verið lokað fyrir umferð og vinnu í kringum brúna yfir Jökulsá og því verður að fresta allri vinnu við strenginn fram til morguns. 

Uppfært 26. janúar kl. 17:07 - Staðfest hefur verið að strengurinn er slitinn.