Vöktun

Míla hefur langa reynslu af vöktun kerfa. Vaktborð Mílu sér um vöktun á fjarskiptakerfum Mílu um land allt ásamt þeim samböndum sem tengja Ísland við Evrópu og Norður Ameríku, sem og fleiri viðskiptavina, allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring.

Vaktborð Mílu bregst við bilunum og öðrum atvikum sem upp koma í vöktuðum kerfum og kemur þeim í viðeigandi farveg. Vaktborðið fylgir þessum atvikum eftir með tilkynningum og sér til þess að viðskiptavinir séu upplýstir um stöðu mála hverju sinni þar til atviki lýkur.

Vaktborðið heldur utan um atvikaskrá, þar sem atvik sem upp koma í vöktuðum kerfum eru skráð. Vaktborðið sér um allar tilkynningar um fyrirhugaða vinnu í kerfum og fylgir þeim eftir svo viðskiptavinir séu vel upplýstir um framgang verks þar til því er lokið. 



Verðskrá

NOC þjónusta

Verð er án virðisaukaskatts.

Verðskrá fyrir NOC þjónustu

 Vörur Verð 
 Einn skjár í vöktun 304.749 kr.
 Tveir skjáir eða fleiri í vöktun - verð fyrir hvern skjá 238.720 kr.
 Mánaðarverð fyrir tölvupósthólf vaktað með fullri þjónustu 238.720 kr.
  • Uppgefin verð eru bundin við vísitölu neysluverðs frá 1.mars 2018. 
  • Viðskiptavinir sem hafa áhuga á að nýta sér vöktunarþjónustu Mílu þurfa að skrifa undir sérstakan vöktunarþjónustusamning. 
  • Tölvupósthólf með fullri þjónustu er innifalið ef viðskiptavinur er með þrjá eða fleiri skjái í vöktun. 
  • Viðskiptavini með 1 - 2 skjái í vöktun stendur einnig til boða að fá pósthólf án viðbótargreiðslu. Slíkt pósthólf er þó ekki vaktað og er með takmarkaðri þjónustu. 
Greiða þarf sérstaklega fyrir mjög bandvíddarfrek kerfi í vöktun, t.d. ef um myndavélakerfi er að ræða. Mánaðargjöld eru eftirfarandi: 
 Bandvídd Verð 
1 - 10 Mb/s14.721 kr. 
11 - 20 Mb/s19.424 kr. 
21 - 30 Mb/s 22.845 kr. 
Afgreiðslugjald / stofngjald96.000 kr. 
Breytingagjald 36.000 kr.