Stofnlínur

Stofnlínur eru sambönd sem byggja á hefðbundinni rásaskiptri gagnaflutningsþjónustu. Stofnlínur eru í boði á milli hnútpunkta / tækjarýma í stofnneti Mílu (stofnlína) og frá hnútpunkti /tækjarými til inntakskassa hjá endanotanda (aðgangslína)

Stofnlína 

Stofnlína er samband sem liggur á milli hnútpunkta / tækjahúsa í stofnneti Mílu og er verð háð vegalengdum. Í boði eru 64Kb, 256Kb, 512Kb, 2Mb, 45Mb, 155Mb og 622 Mb tengiskil. Bandvídd er alltaf frátekin og aðskilin annarri umferð. 

Aðgangslína

Aðgangslína (stafræn lína) er samband frá hnútpunkti/tækjarými í stofnneti Mílu til inntakskassa hjá endanotanda og er verð óháð vegalengd. Í boði eru 64Kb til 2Mb tengiskil.  Bandvídd er samhverf og aðskilin annarri umferð. Aðgangslína nýtir koparlagnir í jörðu og er sambandið því fljótlegt og auðvelt í uppsetningu samanborið við lagningu ljósleiðara.