Aðstaða í tækjahúsum

Um er að ræða aðgang að tækjahúsum Mílu sem og aðstöðu fyrir loftnet utan á húsum Mílu.

Viðskiptavinum er úthlutað rými í tækjahúsum, svo framarlega sem að laust pláss sé til staðar. Rými sem úthlutað er í tækjahúsum Mílu eru miðuð við heilar og hálfar skápastærðir 60x60 og heilar stærðir 80x80 í blönduðum rýmum.

  • Míla veitir ráðgjöf um festingar og getur útvegað þær sé þess óskað
  • Búnaður leigutaka í tækjahúsi á að vera í stöðluðum ETSI málum
  • Rafmagn (230v) afhendist einfasa með 16A
  • Leigutaki getur samið við Mílu um aðgang að varaafli þar sem slíkt er fyrir hendi og tenging möguleg (diesel rafmagn)

Varaaflsstöðvar 

Unnið hefur verið að uppsetningu varaafls víða um land til að bæta fjarskiptaöryggi á landinu í langvarandi rafmagnsleysi. Rafstöðvum hefur nú verið komið fyrir á fjarskiptastöðum víðsvegar um landið. Á meðfylgjandi lista má sjá á hvaða fjarskiptastöðum rafstöðvum hefur verið komið fyrir. 

Rafstöðvar - varavélarVerðskrá

Aðstaða í tækjahúsum

Verð er án virðisaukaskatts.

Leiga í tækjahúsum Mílu - fjórir verðflokkar eftir staðsetningu húsa.

   Salir  Þéttbýli  Dreifbýli Utan byggðar
1 skáparými 60x60x220  17.000 kr. 21.400 kr. 22.800 kr. 39.700 kr.
1/2 skáparými60x60x110   10.700 kr. 11.400 kr. 19.850 kr.
1 skáparými 80x80x220 27.200 kr. 34.200 kr. 36.500 kr. 63.500 kr.
1/2 skáparými80x80x110   17.100 kr. 18.250 kr. 31.750 kr.
1 rými undir ljósmúffur  8.500 kr. 10.700kr.  11.400 kr 19.850 kr 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica