Heimtaugar

Heimtaugar eru bæði á kopar og ljósleiðara (GPON) og eru nær öll heimili, fyrirtæki og stofnanir á landinu tengd heimtaugakerfi Mílu. 

Koparheimtaug:

Koparheimtaugar eru víðtækasta kerfið á landsvísu og þorri heimila í landinu eru með koparheimtaug tengda inn í hús. 

  • Grunnaðgangur er aðgangur að koparheimtauginni, ásamt aðgangi að neðri hluta tíðnisviðsins
  • Skiptur aðgangur að heimtaug er aðgangur sem takmarkast við efri hluta tíðnisviðsins
  • Fullur aðgangur er aðgangur að efri og neðri hluta tíðnisviðsins

Koparlína tengir tengigrind eða samsvarandi aðstöðu í aðgangsneti Mílu við húskassa.  Heimtaugarhluti er sá hluti heimtaugarinnar sem nær frá tengikassa í húskassa. Húskassi er nettengipunktur hjá endanotanda.

Ljósleiðaraheimtaug - GPON:

  • Með GPON tækninni er hægt að veita mikinn gagnahraða með mikilli hagkvæmni
  • Flest evrópsk símafyrirtæki hafa valið GPON sem sína lausn (FTTH)
  • Enginn virkur búnaður er á leiðinni frá símstöð til endanotanda sem gefur mikið afhendingaröryggi. 

Míla bíður GPON þjónustu um eigin ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu, sem og víða um land.  Míla býður einnig GPON þjónustu yfir ljósleiðarakerfi í eigu annarra en Mílu. 

 

Þjónustusvæði Mílu 

Samkvæmt alþjónustukvöð þá er miðað við að landið skiptist í þrjú þjónustusvæði, út frá staðsetningu starfsstöðvar Mílu eða samstarfsaðila Mílu. 

 

  • Svæði 1 nær yfir þann þéttbýliskjarna þar sem Míla eða samstarfsaðili Mílu er með starfsstöð.
  • Svæði 2 nær 10 km. radíus út fyrir þéttbýliskjarna þar sem Míla eða samstarfsaðili Mílu er með starfsstöð.
  • Svæði 3 telst vera svæði sem er utan 10 km. radíus frá þéttbýliskjarna sem Míla eða samstarfsaðili Mílu er með starfsstöð.