Endurvaki

ADSL endurvaki er lausn sem nýtist vel á stöðum þar sem erfitt er að veita stöðugt ADSL samband vegna vegalengdar frá tækjahúsi Mílu til endanotanda. Endurvaki magnar upp ADSL merkið til að auka drægni þess.

Þjónustunni er ætlað að koma á móts við notendur í dreifbýli, þar sem fjarlægð er mikil frá tækjahúsi til endanotenda. Endurvaki er framlenging á ADSL drægni og nýtist á stöðum þar sem vegalengd frá næsta ADSL tengipunkti til endanotanda er að lágmarki 7 km. og að hámarki 12 km.

  • Þjónustan er hugsuð fyrir dreifbýli
  • Getur einnig nýst í þéttari byggð
  • Staðgengivara fyrir ISDN þjónustuna sem er að renna sitt skeið á enda
  • ADSL merkið er magnað upp og jafnað, en ekki búið til nýtt merki.
  • Endurvaki nýtist ekki til sjónvarpsflutnings


Verðskrá

Endurvaki

Verð án virðisaukaskatts

 ADSL endurvaki  Verð
 Mánaðarverð  1.180 kr.
 Stofnverð  12.699 kr.

Verð fyrir endurvaka leggst ofan á heimtaugagjald. Míla gjaldfærir viðkomandi fjarskiptafyrirtæki.