Beint í efni

Skilmálar vegna gagnagáttar Mílu

1.  ALMENNT

1.0 Míla hf. („Míla“) er með miðlægan gagnagrunn (“gagnagátt Mílu” eða “gagnagrunnurinn”) í gegnum Azure Data Share („Azure skýið“) sem gerir Mílu kleift að deila gögnum með viðskiptavinum með skilvirkum hætti. Meginmarkið Mílu með því að halda úti gagnagrunninum er að auðvelda og flýta fyrir deilingu gagna til viðskiptavina og er svæðið hannað til að einfalda ferlið sem felst í að miðla gögnum áfram til viðskiptavina.

1.1 Þessum skilmálum er ætlað að lýsa, skilgreina, stjórna og kveða á um helstu skyldur og réttindi er gilda annars vegar um aðgang að gagnagrunninum og hins vegar um meðferð og notkun þeirra gagna sem deilt er í gegnum gagnagrunninn.

1.2 Með því að opna eða sækja gögn úr gagnagátt Mílu samþykkir viðskiptavinur, þ.m.t. starfsfólk hans að hafa lesið og skilið skilmála þessa og að skilja þá ábyrgð sem lögð er á notendur að gagnagátt Mílu. Skilmálar þessir gilda um alla notkun af hálfu notenda gagnagrunns gagnagáttar Mílu. 

1.3 Jafnframt samþykkir viðskiptavinur, þ.m.t. starfsfólk hans, að vera bundinn af skilmálum þessum og samþykkir að fara í einu og öllu eftir skilmálum þessum, sem gilda um gagngrunninn, þ.m.t. um niðurhal, notkun og meðferða gagna í gagnagrunninum.

1.4 Ef viðskiptavinur, þ.m.t. starfsfólk hans, samþykkir ekki þessa skilmála er óheimilt að opna eða hlaða niður eitthvað af þeim gögnum sem er að finna í gagnagrunninum.

1.  SKILMÁLAR

1.0 Heimild til aðgangs að gagnagátt Mílu er eingöngu handa þeim viðskiptavinum, þ.m.t. starfsfólki viðskiptavina, sbr. 2.2 gr. sem hafa fengið aðgang að gagnagátt Mílu, samkvæmt útgefinni heimild starfsmanna Mílu á netfang viðskiptavinarins. 

1.1 Starfsmaður viðskiptavinar sem er útvegaður aðgangur að gagnagátt Mílu af starfsmönnum Mílu telst ábyrgðaraðili aðgangsins. Hann skal vera bær til að samþykkja efni þessa skilmála og samþykkir og ábyrgist að vernda aðganginn og lykilorð hans. Hann skal eingöngu veita starfsfólki aðgang sem þurfa hann vegna starfa sinna og í þeim tilgangi sem aðganginum var ætlað. Jafnframt ber starfsmanni viðskiptavinar sem ábyrgðaraðila aðgangs að halda lista yfir það starfsfólk viðskiptavinar sem hafa fengið aðgang að gagnagrunninum og áskilur Míla sér rétt hvenær sem er til þess að kalla eftir þeim lista.  Ábyrgðaraðili og starfsfólk eru saman nefndir eftir því sem við á „notendur“ gagnagrunnsins.

1.2 Að undanfarinni heimild til aðgangs að gagnagrunni Mílu þarf ábyrgðaraðili aðgangs að veita Mílu réttar og fullnægjandi upplýsingar um sig og fyrirhugaða notkun aðgangsins, þ.m.t. starfsmanna sinna, að gagnagrunninum. Notendur samþykkja og ábyrgjast að hafa veitt réttar og fullnægjandi upplýsingar samkvæmt framangreindu og skuldbinda sig jafnframt til þess að tilkynna Mílu ef breytingar verða þar á.

1.3 Allt niðurhal, meðferð og notkun þeirra gagna í gagnagátt Mílu er aðeins ætlað notendum sem hafa fengið heimild Mílu eða ábyrgðaraðila til aðgangs að gagnagrunninum og er þeim aðeins heimilt að nota gögnin í þeim tilgangi sem þeim var ætlað. Allur annar aðgangur er óheimill, ásamt því að öll skoðun og allt niðurhal, meðferð og notkun gagna af einstaklingum sem ekki hafa fengið framangreinda heimild er óheimil.

1.4 Notandi sem hefur fengið aðgang að gagnagátt Mílu án samþykkis starfsmanna Mílu eða án heimildar ábyrgðaraðila er óheimilt að skoða og hlaða niður gögn úr gagnagrunninum og ber að yfirgefa gagnagrunninn tafarlaust og að láta starfsfólk Mílu vita.

1.5 Verði einstaklingar, þ.m.t. ábyrgðaraðilar og starfsfólk þeirra, uppvísir af því að brjóta gegn skilmálum þessum áskilur Míla sér allan rétt, þ.m.t. að loka fyrir aðgang viðkomandi að gagnagátt Mílu án fyrirvara, ýmist varanlega eða tímabundið, allt eftir ákvörðun Mílu.

2.  NOTKUN OG VARÐVEISLA GAGNA

2.0 Notkun gagnagrunnsins skal eingöngu vera í þeim tilgangi að viðskiptavinir Mílu, þ.m.t ábyrgðaraðilar aðgangs og starfsfólk að undanfarinni heimild skv. 2.1 og 2.2 gr., geta með aðganginum skoðað og sótt gögn sem þá varða og er ætlað að þeim sé veittur aðgangur að, á grundvelli viðskiptasambands eða samkvæmt öðrum fyrirmælum starfsmanna Mílu. 

2.1 Notendur að gagnagátt Mílu staðfesta og ábyrgast að nota gögnin eingöngu í þeim tilgangi sem var ætlað samkvæmt fyrirmælum starfsmanna Mílu, í samræmi við skilmála þessa, gildandi lög og reglur og samþykkir að öll önnur meðferð á gögnum er óheimil. 

2.2 Í gagnagátt Mílu kunna að vera gögn í eigu Mílu. Notendur að gagnagátt Mílu viðurkenna að slík gögn eru eign Mílu og samþykkja að Míla heldur öllum réttindum, titlum og öðrum eignarréttindum, þ.m.t. hugverkaréttindum, og viðskiptaleyndarmálum, að þeim gögnum. Notendum að gagnagátt Mílu er óheimilt í einu og öllu að eigna sér eitthvað af þeim gögnum gagnagrunnsins eða innihaldi þeirra.

2.3 Notendur staðfesta jafnframt og ábyrgjast að nota ekki gögnin á nokkurn þann hátt sem kann að brjóta gegn réttindum Mílu eða þriðja aðila, þ.m.t. þeim réttindum sem kveðið er á um í 3.3 gr. og skilmálum þessum.

2.4 Aðgangur þriðja aðila að gagnagátt Mílu er óheimill og skal þeim einstaklingum sem hafa verið veittur aðgangur að gagnagrunninum sjá til þess og bera ábyrgð á að þriðji aðili komist ekki yfir aðganginn eða þau gögn sem þar er að finna eða hafa verið sótt.

2.5 Verði notandi var við að þriðji aðili hafi komist yfir aðganginn eða eitthvað af þeim gögnum sem er að finna í gagnagátt Mílu, ber sá hinn sami ábyrgð á að láta Mílu tafarlaust vita og koma í veg fyrir frekari aðgang þriðja aðila að öðrum gögnum.

2.6 Notanda að gagnagátt Mílu er óheimilt að dreifa, breyta, taka afrit af eða áframsenda gögn í gagnagrunninum, á hvaða hátt sem er, til þriðja aðila, nema á grundvelli samþykkis starfsmanna Mílu.

2.7 Notanda að gagnagátt Mílu er óheimilt að selja eða framleigja aðgang sinn að gagnagrunninum til þriðja aðila eða selja eða framleigja þau gögn sem þar er að finna til þriðja aðila. Ábyrgðaraðilum er þó heimilt að veita starfsfólki sínu aðgang að gagnagrunninum í samræmi við skilmála þessa.

2.8 Verði notandi að gagnagátt Mílu uppvís að því að gerast brotlegur við 3. gr. áskilur Míla sér allan rétt til þess að leita allra mögulegra úrræði, annars vegar til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, þ.m.t. lögbann og aðrar heimilar aðgerðir, og hins vegar eftir atvikum að sækja bætur vegna tjóns sem af því hlýst, allt eftir ákvörðun Mílu til þess að tryggja réttindi félagsins.

2.9 Viðskiptavinur og ábyrgðaraðili aðgangs skal tryggja að notendur sínir séu upplýstir um þessa skilmála, samþykki þá og hagi verklagi í samræmi við það. 

3.  TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

3.0 Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Míla enga ábyrgð á þeim gögnum sem er að finna í gagnagátt Mílu og innihaldi þeirra, þ.m.t. um nákvæmni og sannleika þeirra gagna. Jafnframt ber Míla enga skaðabótaábyrgð gagnvart notendum gagnagrunnsins vegna atvika sem kunna að koma upp í tengslum við gögnin og innihald þeirra.

3.1 Míla ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni sem veitt er í gegnum gagnagátt Mílu eða að þjónustan eða gögnin virki ekki sem skyldi. Jafnframt ber Míla enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfelldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Mílu.

3.2 Gagnagrunnurinn er settur upp í Azure skýinu sem er þjónusta og vara sem Microsoft veitir. Míla ber enga ábyrgð á því að gagnagrunnurinn liggi niðri eða virki ekki sem skyldi og gilda Microsoft skilmálar um Azure Skýið þar sem við á. Notanda ber að kynna sér skilmála Microsoft og að fara eftir þeim í einu og öllu. 

4.  ÖRYGGI OG ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR

4.0 Ábyrgðaraðili aðgangs að gagnagátt Mílu samþykkir og ábyrgist að innleiða og viðhalda skipulagi og eftir atvikum tæknilegum ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir óheimilan aðgang annarra en þeirra sem heimilað er að hafi aðgang að gagnagrunninum samkvæmt skilmálum þessum.

4.1 Verði ábyrgðaraðili var við óheimilan aðgang að gagnagrunninum eða óheimila meðferð og notkun gagna, sbr. 5.1 gr., ber honum skylda til þess að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir frekari óheimilan aðgang og óheimila meðferð og notkun gagna gagnagrunnsins.

5.  MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

5.0 Mílu er umhugað um friðhelgi einkalífs og verndun persónuupplýsinga og leggur sig fram um að hlíta lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga en Míla er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga hjá félaginu.

5.1 Öll vinnsla persónuupplýsinga Mílu í gagnagrunninum fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig almennra persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins („GDPR“) og er Míla með gildandi persónuverndarstefnu aðgengilega á heimasíðu félagsins sem er ætlað að afmarka og lýsa vinnslu Mílu á persónuupplýsingum.

5.2 Míla kann að safna upplýsingum um viðskiptavini sína, jafnframt starfsfólk viðskiptavina, sem Mílu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga og samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna. 

5.3 Míla vinnur með persónuupplýsingar um viðskiptavini sína til að veita þeim aðgang að vörum, þjónustu og gögnum, s.s. gagnagrunni Mílu, í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsinga í markaðslegum tilgangi. Almennt er vinnsla á persónuupplýsingum tengd afhendingu og rekstri á fjarskiptaþjónustu til viðskiptavina þeirra fjarskiptafyrirtækja sem eru í viðskiptum við Mílu.

5.4 Með því að nota gagnagátt Mílu veita notendur Mílu heimild til þess að safna og nota persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. Um réttindi og skyldur, afhendingu persónugreinanlegra gagna og annað sem tengist vinnslu Mílu á persónuupplýsingum eða persónuverndarstefnu félagsins, vísast til persónuverndarstefnu Mílu.

5.5 Míla vinnur með persónuupplýsingar í gagnagátt Mílu um einstaklinga sem eru viðskiptavinir viðskiptavina Mílu (endanotendur). Míla telst vinnsluaðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með að beiðni og samkvæmt fyrirmælum viðskiptavinar. Viðskiptavinur og ábyrgðaraðili aðgangs skulu tryggja fullnægjandi heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. 

6.  BREYTINGAR Á SKILMÁLUM

6.0 Míla áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum, hvenær sem er og án fyrirvara, og verða slíkar breytingar uppfærðar í gagnagátt Mílu og verða virkar um leið og þær eru birtar. Ef notandi samþykkir ekki þær breytingar sem verða á skilmálum gagnagáttar Mílu er honum óheimilt að opna eða hlaða niður eitthvað af þeim gögnum sem er að finna í gagnagátt Mílu.

6.1 Notendur verða upplýstir um breytingar á skilmálum gagnagáttar Mílu með tölvupósti á það netfang sem skráð er fyrir aðganginum og bera þeir ábyrgð á að fylgjast með breytingum og skoða skilmála gagnagrunnsins reglulega. Míla ber að engu leyti ábyrgð á þeim aðstæðum sem geta skapast vegna þess að notandi hafi ekki kynnt sér breytingar á skilmálum þessum, þ.m.t. allt tjón og aðgangslokun sem kann að vera afleiðing af framangreindu.

7.  TRÚNAÐUR

7.0 Með því að samþykkja skilmála þessa viðurkenna notendur og staðfesta með skilmálum þessum að vera bundinn trúnaðar- og þagnarskyldu um það sem þeir komast að í þeim gögnum sem eru að finna í gagnagátt Mílu og að gæta fyllsta trúnaðar um öll þau málefni.

7.1 Gögn í gagnagátt Mílu kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og upplýsingar sem óheimilt er að miðla áfram til annarra en þeirra sem gögnunum var ætlað að miðla til og viðurkennir notandi að gæta fyllsta trúnaðar og tryggja að aðeins notandi hafir aðgang að gögnunum og vitneskju um efnisinnihald gagnanna. Honum ber jafnframt að tryggja og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja óviðkomandi komist ekki yfir gögnin og efnisinnihald þeirra.

8.  LÖG OG LÖGSAGA

8.0 Um skilmála þessa, viðskiptasamband Mílu og viðskiptavina félagins, meðferð og notkun þeirra gagna sem er að finna gagnagátt Mílu, gilda íslensk lög. 

8.1 Komi upp ágreiningur milli Mílu og notenda gagnagáttar Mílu, skulu aðilar reyna eftir fremsta megni að leysa slíkan ágreining með samkomulagi í góðri trú.

8.2 Takist ekki að leysa ágreininginn með samkomulagi er heimilt að reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

9.  ÝMIS ÁKVÆÐI

9.0 Míla kann að setja viðbótarskilmála og önnur skilyrði sem gilda fyrir einstaka notendur og meðferð og notkun gagna gagnagrunnsins, sem skulu teljast hluti af skilmálum þessum. Notandi samþykkir í einu og öllu að fara eftir öllum viðbótarskilmálum og skilyrðum sem Míla og starfsmenn Mílu kunnu að setja vegna notkunar í gagnagátt Mílu.

9.1 Verði misræmi milli skilmála þessa og viðbótarskilmála og fyrirmæla sem Míla eða starfsmenn Mílu hafa sett þér sem notanda, skulu viðbótarskilmálarnir gilda.

9.2 Skilmálar Microsoft vegna Azure skýsins, sem aðgengilegir eru á heimasíðu Microsoft, gilda einnig um notkun gagnagrunnsins og samþykkja notendur að brjóta ekki gegn þeim skilmálum.

9.3 Nýti aðili ekki, eða verði tafir á nýtingu aðila, á úrræðum og réttindum samkvæmt skilmálum þessum eða samkvæmt lögum, skal það ekki túlkað sem eftirgjöf slíkra réttinda eða úrræða, eða hafa með neinum öðrum hætti áhrif á rétt aðila samkvæmt skilmálum þessum eða lögum.

9.4 Allar tilkynningar, þ.m.t. vegna brota á skilmálum þessum, breytingar á högum notenda eða fyrirspurnir til Mílu skulu berast til sala@mila.is

23. október 2024