Ljósleiðaraslit á milli Breiðholts og Hveragerðis
16. október 2025
Ljósleiðaraslit er á stofnstrengi Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis. Slitið hefur áhrif á nettengingar í Norðlingaholti og á stofntengingar Mílu. Framkvæmdasvið Mílu er farið af stað í viðgerð.
16:29 - Strengslitið hefur einnig áhrif á farsímasenda á Vatnsenda og í Bláfjöllum.
16:43 - Búið að finna slitið við nýju brúna við Arnarnesveg. Verið er að grafa frá slitinu til að komast að því.
16:50 - Stefnt er á að ljúka viðgerð um 22:00 í kvöld.
17:35 - Fyrstu tengingar munu detta inn upp úr 20:00.