INC-000011463, Rafmagnsleysi á Tálknafirði
31. desember 2025
Vegna rafmagnsleysis í og við Tálknafjörð var farsíma og netsambandslaust hjá þeim aðilum sem nýta fjarskiptainnviði Mílu á svæðinu um tíma í morgun. Rafmagn fór af á Tálknafirði um 01:45 í nótt en varaafl hélt áfram uppi fjarskiptasambandi til 07:50. Gerðar voru ráðstafanir til að flytja færanlegar rafstöðvar á svæðið og rafmagni komið aftur á símstöð um 9:15. Unnið er að því að tengja rafstöð við farsímasendi og áætlað að þeirri vinnu ljúki innan skamms. Verður fjarskiptasambandi haldið uppi á varaafli þar til viðgerð lýkur hjá dreifiveitum rafmagns.