Ljósleiðari Mílu
Ljósleiðari Mílu er gríðarlega öflug tenging sem uppfyllir allar þarfir heimila í nettengingum til framtíðar.
Hraðinn á ljósleiðara Mílu er allt að 1 Gb/s sem fullnægir þörfum stórra og smárra heimila. Mögulegt er að tengja fimm myndlykla í háskerpu eða UHD (4k) ásamt því að nota gamla góða heimasímann. Þú getur valið við hvaða fjarskiptafyrirtæki þú verslar þar sem fjarskiptakerfi Mílu er opið öllum fjarskiptafyrirtækjunum til að veita sína þjónustu.