Beint í efni

Viðbúnaðarstig Mílu á neyðarstigi

15. janúar 2024

Nú þegar eldgos stendur yfir á Reykjanesi hefur Míla hækkað viðbúnaðarstig sitt á neyðarstig. Það er meðal annars gert vegna þess að eldvirkni er nú mjög nálægt fjarskiptainnviðum.  

Eldgos-alm.mynd

Enn er hafið eldgos á Reykjanesi og hefur Míla hækkað viðbúnaðarstig sitt upp á Neyðarstig. Er þetta gert til að fylgja viðbúnaðarstigi Almannavarna og vegna þess að eldvirkni er nú mjög nálægt fjarskiptainnviðum. Fjarskipti eru í hefðbundnum rekstri á svæðinu eins og stendur, en að hluta til á varaafli. Neyðaráætlun hefur verið virkjuð og fylgst er með framvindu atburða.