Óvissustigi aflétt vegna snjóflóða og óveðurs á Austurlandi
27. mars 2023
Óvissustigi sem Míla lýsti yfir vegna snjóflóða, óveðurs og snjóflóðahættu á Austurlandi hefur verið aflétt.

Viðbragðsáætlun var sett í gang samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins og fylgst var með framvindu mála. Aðstæðurnar sem komu upp á Austurlandi höfðu ekki áhrif á fjarskipti.
Eldri frétt:
Fylgst verður með framvindu mála og verður mönnun á stjórnstöð Mílu aukin ef sú staða kemur upp. Enn hafa aðstæður á Austurlandi ekki haft áhrif á fjarskipti, en starfsmenn Mílu og samstarfsaðilar eru í viðbragðsstöðu ef það gerist.