Óvissustig vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi
31. október 2023
Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi.

Viðbragðsáætlun hefur verið sett í gang samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins og er mat neyðarstjórnar að viðbúnaður Mílu sé á óvissustigi.
Óvissustig hjá Mílu þýðir að Míla fylgist með þróun þeirrar atburðarásar sem er í gangi og undirbýr Míla viðbragð og verkefni ef atburðarás leiðir til þess að fjarskiptainnviðum verði ógnað.