Beint í efni

Óveður síðustu daga hafði lítil áhrif á fjarskipti

22. desember 2022

Við hjá Mílu fylgjumst vel með þegar veður eru slæm og bregðumst við þeim málum sem koma upp. Fjarskipti gengu heilt yfir vel og kerfin voru stöðug á meðan veðrið gekk yfir.

Strutur-ovedur

Síðustu daga hefur verið mikið hvassviðri á landinu sem hafði veruleg áhrif á samgöngur. Óvissustig Almannavarna hefur verið í gildi og gular og appelsínugular veðurviðvaranir virkjaðar um mest allt land. Í svona aðstæðum fylgjumst við hjá Mílu náið með stöðunni allan tímann og bregðumst eftir aðstæðum við þeim málum sem koma upp. Veðrið hafði takmörkuð áhrif á afhendingu rafmagns og fjarskipta. Þar hjálpaði lágt hitastig til, en í meira frosti er minni hætta á ísingarveðri.

Rekstur fjarskiptakerfa hefur heilt yfir gengið mjög vel og kerfin verið stöðug á meðan veðrið gekk yfir. Nokkur atvik höfðu áhrif á fjarskipti, t.d. snjóaði inn í rafmagnsskáp við Útey við Laugarvatn þar sem farsímasendir sló út og ísing hafði áhrif á fjarskipti á fjallinu Strút á Vesturlandi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Starfsfólkið okkar hefur eins og áður brugðist hratt og vel við þeim verkefnum sem upp hafa komið.       

Við vonum að framundan sé fallegt og gott vetrarveður yfir hátíðirnar.

Gleðileg jól!