Mikilvæg viðbót við landshring Mílu á Norðurlandi
Míla er í stöðugri uppbyggingu á stofnleiðum sínum til að bæta enn frekar öryggi fjarskipta landshlutanna á milli.

Míla vinnur að lagningu ljósleiðara-stofnstrengs í Skagafirði, frá Silfrastöðum yfir til Steinsstaða. Um er að ræða viðbót við landshring Mílu. Lega strengsins er yfir Héraðsvötn og var unnið að því að plægja hann niður í botn Héraðsvatna fyrr í vikunni.
Með þessari viðbót í Skagafirði styttist leið fjarskipta milli Suður- og Norðurlands og tryggir um leið þrjár aðskildar fjarskiptaleiðir inn á Akureyri, sem þýðir enn meira fjarskiptaöryggi, ef til útfalla kemur. Þá gerir þetta okkur kleift að byggja upp enn betri fjarskiptaþjónustu á Norðurlandi fyrir notendur, fyrirtæki, öryggisaðila og gagnaver.
Strengurinn plægður ofan í botn Héraðsvatna - myndir.