Haustfundur Mílu 2023
16. ágúst 2023
Míla býður fjarskiptafólki til haustfundar í salnum Háteigi á Grand hótel, næstkomandi þriðjudag, 22. ágúst.

Fundurinn verður haldinn 22. ágúst kl 11:00 - 13:00 á Grand hótel í ráðstefnusalnum Háteigi. Á fundinum ætlar Erik Figueras Torras forstjóri Mílu að fara yfir strauma og stefnur í fjarskiptum, Jóhanna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu og þjónustu, ætlar að kynna ýmsar nýjungar á þjónustuvef og Ingvar Bjarnason mun fjalla um nýjungar í endabúnaði. Í lokin mun uppistandarinn Hekla Elísabet grilla internetið. Boðið verður upp á glæsilegt hádegisverðarhlaðborð fyrir svangt fjarskiptafólk.
Skráningu er lokið.