Hæsta jólatré landins?
9. desember 2022
Mastur Mílu á Hvolsvelli hefur nú verið skreytt með jólaljósum og er því sannkallað jólamastur og er mögulega hæsta jólaskreyting landsins.

Bæjaryfirvöld á Hvolsvelli fengu þá frábæru hugmynd að setja jólaljós í mastrið okkar á staðnum. Bærinn leitaði til okkar til að fá leyfi fyrir því að skreyta mastrið sem var auðsótt mál og veittum við einnig styrk til verkefnisins. Björgunarsveitin Dagrenning sá um uppsetninguna á ljósunum og voru þau snögg að því.
Jólamastrið sést vísvegar frá og lýsir upp skammdegið á Hvolsvelli og nágrenni, íbúum og öllum þeim sem eiga leið um bæinn til gleði og ánægju.
Hér er skemmtileg umfjöllun á ruv.is um jólamastrið á Hvolsvelli.