Ljóslínur

Ljóslínur eru bæði ljósleiðari í stofnneti og ljósleiðari í aðgangsneti. 

Ljóslínur eru línur sem þegar eru til staðar í fjarskiptaneti Mílu. Ef um er að ræða tengingar þar sem þarf að fara í framkvæmdir, þá gildir ekki verðskrá fyrir Ljóslínur, heldur þarf að leita eftir tilboðum.

Ljósleiðari í stofnneti 

Ljósleiðari í stofnneti er skilgreindur sem ljósleiðari á ljósleiðaratengigrind Mílu á milli tveggja hnútpunkta / tækjarýma innan stofnnets Mílu.   Vegalengd ljósleiðara milli hnútpunta er gjaldfærð að lágmarki 1 km.  

Ljósleiðari í aðgangsneti 

Ljósleiðari í aðgangsneti er skilgreindur sem ljósleiðari frá ljósleiðaratengigrind Mílu í tækjarými sem endar í inntakskassa hjá notanda og er með fast verð, óháð vegalengd.  Ljósleiðari í aðgangsneti er án endabúnaðar. 


Verðskrá ljóslínur