Leigulínur
Leigulínur skiptast í stofnlínur og notendalínur. Um er að ræða sambönd frá einum stað til annars sem ætlað er fyrir tal og/eða gagnaflutning.
Leigulínur skiptast í stofnlínur og notendalínur. Um er að ræða sambönd frá einum stað til annars sem ætlað er fyrir tal og/eða gagnaflutning. Leigulínur gera viðskiptavinum kleift að tengjast tækjahúsi sem og að tengja saman tvo eða fleiri nettengipunkta. Í nettengipunkti er notanda veittur aðgangur að fjarskiptakerfinu. Leigulínur eru sambönd sem eru 100% aðskilin frá annarri fjarskiptaumferð.
Stofnlína
Stofnlínur eru sambönd sem liggja á milli tækjahúsa. Gagnaflutningshraði fyrir stofnlínur er á bilinu 64 Kb/s til 622 Mb/s. Stofnlínur eru mest notaðar til að flytja gögn á milli staða og yfirleitt er þörf á notendalínu með stofnlínu.
Notendalína
Notendalínur eru línur sem liggja frá frá nettengipunkti hjá notanda til tengigrindar í tækjahúsi Mílu. Gagnaflutningshraði fyrir notendalínur er á bilinu 64 Kb/s til 2 Mb/s. Á 2ja Mb/s notendalínu er einnig í boði Ethernet tengiskil.