Hraðbraut

Hraðbraut er vara sem hentar viðskiptavinum sem þurfa mjög bandbreið sambönd á milli staða. Hraðbraut er óháð kílómetraverði.

Hraðbraut er vara sem mætir þörfum viðskiptavina fyrir mjög bandbreið sambönd á höfuðborgarsvæðinu. Eitt fast verð er fyrir hvert samband óháð vegalengd. Gagnaflutningur á Hraðbraut er með tryggðri bandbreidd og er fullkomlega sambærilegt leigu á ljósleiðara. Með það að markmiði að hámarka rekstraröryggi er hver lagnaleið sérhönnuð í samræmi við þarfir hvers viðskiptavinar og eru öll sambönd og leiðir vaktaðar allan sólarhringinn hjá stjórnstöð Mílu. 

Ásamt því að vera í boði á höfuðborgarsvæðinu eru Hraðbrautir einnig í boði á tveimur fullkomlega aðskildum leiðum á Suðurnesjum, sem meðal annars tengja gagnaverið Verne við höfuðborgina. Báðar leiðir á Suðurnesjunum eru með merkjatöf undir 1 ms. 


Helstu einkenni og kostir Hraðbrautar

 

 

  • Mikil bandbreidd
  • Fullkomlega samhverft samband
  • Fullkomlega sambærilegt leigu á ljósleiðara
  • Háhraða samtenging starfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum
  • Mikið öryggi, sambandið er vaktað allan sólarhringinn, alla daga, allt árið
  • Fullkomin yfirsýn lagnaleiða
  • Viðhaldsfrítt samband
  • Boðið er upp á 1 Gb/s, 10 Gb/s og 100 Gb/s sambönd
  • Mögulegt er að setja upp aðskildar leiðir
  • Verð er óháð vegalengd


 


Verðskrá

Verðskrá fyrir vinnu og þjónustu