Ethernetþjónusta MPLS-TP

Ethernet MPLS-TP þjónusta byggir á svæðaskiptingu og er að mestu óháð vegalengd. 

Ethernet MPLS-TP

Ethernet MPLS-TP er ný þjónusta sem byggir á MPLS-TP tæknibúnaði Mílu og Ethernet tækni. Þjónustan byggir á svæðaskiptingu og er að mestu óháð vegalengd.

byggir á MPLS-TP tæknibúnaði Mílu og gerir kleift að skilgreina nýja tegund af pakkaskiptri gagnaflutningsþjónustu sem byggir á ethernet tækni. Meðal annars er hægt að skilgreina mismunandi forgangsröðun pakka, frátekna eða samnýtta bandvídd og VLAN-aðgreiningu. 

 

Ethernetþjónusta MPLS/TP hentar meðal annars fyrir: 

 • Samtengingu IP neta 
 • Samtengingu á gagnanetum fjarskiptafyrirtækja
 • Samtengingu fyrirtækjaneta 
 • Gagnaflutning, t.d. þunga gagnaumferð eins og háhraða skráarflutninga
 • Burðarnet fyrir farsíma: 3G, 4G/LTE
 • Stofnleiðir fyrir aðgangsnet (xDSL og GPON þjónustu) 
 • Þjónustan byggir á svæðaskiptingu og er að mestu óháð vegalengd

 

 Eiginleikar vöru 

 • Í boði er bæði frátekin tryggð bandvídd (CIR) og samnýtt ótryggð umframbandvídd (EIR)
 • EIR bandvídd er einungis í boði ef keypt er CIR bandvídd, en þó aldrei umfram CIR bandvíddina sem keypt er og að hámarki 1 Gb/s 
 • Viðskiptavinir deila ekki keyptri CIR umferð með öðrum aðilum
 • Umferðatími gagna verður styttri
 • Aukin þjónusta í boði við bilanagreiningu og möguleiki á meiri stýringu gagna
 • Þjónustan uppfyllir ströng skilyrði varðandi staðla 
 • Mögulegt er að byggja upp aðskildar leiðir
 • Samböndin eru vöktuð af kerfisvöktun Mílu allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring

 

MPLS-TP svæði og verðskrá    

Svæði á landshring

   
 Múli  Breiðholt
 Akranes  Borgarnes
 Búðardalur  Blönduós
 Sauðárkrókur  Dalvík
 Akureyri  Húsavík
 Egilsstaðir  Reyðarfjörður
 Höfn  Kirkjubæjarklaustur
 Grindavík  Vík í Mýrdal
 Keflavík   Hvolsvöllur
 Flugstöð Leifs Eiríkssonar   Hella
 Verne Selfoss
   

 

Svæði utan landshrings

       
Suðurland Reykjanes Tröllaskagi  Snæfellsnes
Aratunga  Garður Varmahlíð  Axlarhólar
Árnes Hafnir  Hólar  Grundarfjörður
Brautarholt Njarðvík Hofsós  Gröf
Eyrarbakki Sandgerði Hegranes  Hellisandur
Flúðir Vogar  Siglufjörður  Ólafsvík
Hveragerði Svartsengi  Ólafsfjörður  Stykkishólmur
Írafoss (Ljósafoss)  Austurland Norðurland - Vestra
 Lýsuhóll 
Langholt  Eskifjörður  Hnjúkar Fróðárheiði
Laugarás  Neskaupsstaður  Hvammstangi Vesturland
Laugarvatn  Fáskrúðsfjörður  Laugarbakki Hreðavatn
Miðfell  Stöðvarfjörður  Staður Hvanneyri
Minniborg  Breiðdalsvík  Hvítbjarnarhóll Kljáfoss
Seyðishólar  Djúpivogur  Ennishöfði   Varmaland
Sólheimar 
Merkigil Hólmavík 510 Reykholt
Torfastaðaheiði  Hafrafell  Nauteyri  Hvalfjarðarsveit
Úlfljótsvatn  Brúarás  Grenjadalsfell Ferstikla
Vestmannaeyjar  Hallormsstaður Vestfirðir Klafastaðir
Þorlákshöfn  Norðurland Eystra Bíldudalur Stóri Lambhagi
Geysir Mývatn Flateyri  
Háafjall Breiðamýri Hátungur  
Stokkseyri Stórutjarnarskóli Ísafjörður  
Laugaland Björg Patreksfjörður  

Lundur Tálknafjörður  
Suðausturland  Hrútey Þingeyri  
Hestgerði Vopnafjörður Krossholt  
  Bakkafjörður Reykhólar    
  Þórshöfn    
  Raufarhöfn    

 

Staðir í vinnslu 

 Staðsetn. Staður  Áætluð dags. 
Tækjahús Mílu Máskeldu  Búðardalur 371 1. desember 2019
Tækjahús Mílu Bogabraut 10 Skagaströnd  545 1. október 2019 
Tækjahús Mílu Hafnargötu 4 Seyðisfjörður  710  1. október 2019 

  

Verðskrá 

Verðskrá fyrir vinnu og þjónustu