Ethernetsambönd

þjónusta sem byggir á hefðbundinni Ethernet tækni. Vörur sem flokkast undir Ethernetsambönd eru Ethernet milli stöðva allt að 10 Gb/s og Ethernet yfir Kopar (EyK).


Ethernet milli stöðva 

Ethernet sambönd eru sítengd sambönd í kerfi Mílu á milli hýsingarstaða. Hægt er að velja gagnahraða í 2 Mb/s skrefum upp í 400 Mb/s. Varan afhendist sem samhæft stafrænt samband þar sem búnaður Stofnkerfa Mílu er til staðar. Gagnaflutningur á etherneti er með tryggðri bandbreidd. Gæðastaðlar eru þeir sömu og fyrir hefðbundnar leigulínur. Tengiskil sem eru í boði eru bæði hefðbundin Fast Ethernet (FE) Electrical og ljóstengi, og hraði fer frá 2 Mb/s, upp í 10 Gb/s. 


 • Um er að ræða pakkaskipt samskipti
 • Mögulegt er að auka eða minnka bandbreidd ethernetsambanda eftir þörfum í 2 Mb/s skrefum.  
 • Mögulegt er að byggja upp aðskildar leiðir
 • Samböndin eru vöktuð af kerfisvöktun Mílu allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring

Dæmi um notkun Ethernetsambanda:

 • Aðgangur að IP-neti
 • Samtenging fyrirtækjaneta
 • Gagnaflutningur, t.d. þung gagnaumferð eins og háhraða skráarflutningur
 • Stofnleiðir fyrir aðgangsnet (xDSL og GPON þjónustu)

Verðskrá

Verðskrá fyrir vinnu og þjónustu 


Ethernet yfir Kopar - EyK 

Ethernet yfir kopar eru sítengd stafræn sambönd í kerfi Mílu. Hægt er að fá hraða frá 5 Mb/s og upp í 45 Mb/s. Dæmigerð notkun á etherneti yfir kopar er t.d. aðgangur að IP-neti og samtenging fyrirtækjaneta. 

 • Nýtir núverandi koparlagnir
 • Minnkar þörf á jarðraski vegna ljósleiðaralagningu
 • Oftast hægt að nýta núverandi innanhúslagnir
 • Ekki er þörf á nýjum búnaði hjá endanotanda
 • Fljótlegt að breyta hraða
 • Fljótlegt og auðvelt í uppsetningu samanborið við lagningu ljósleiðara


Þjónustan hefur tryggða bandbreidd, þ.e hún er ekki samnýtt eins og í sumum öðrum kerfum.  Sami hraði er í báðar áttir hvort sem viðskiptavinur er að senda frá sér gögn eða taka á móti þeim.


Verðskrá

Verðskrá fyrir vinnu og þjónustu