Aðgangsnet

Aðgangsnet

Míla hefur yfir að ráða öflugu og fjölþættu aðgangsneti sem byggir að mestu á koparlínum og ljósleiðurum. Koparlínukerfi Mílu er mjög víðtækt þar sem nær öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í landinu eru tengd kerfinu.

Heimtaugar

Heimtaugar eru bæði á kopar og ljósleiðara (GPON) og eru nær öll heimili, fyrirtæki og stofnanir á landinu tengd heimtaugakerfi Mílu. Koparheimtaugar eru lang víðtækasta kerfið á landsvísu og þorri heimila í landinu eru með koparheimtaug tengda inn í hús.

Lesa meira

Bitastraumsaðgangur

Aðgangsleið 1 og 3  eru tengingar í aðgangsneti - xDSL og ljósleiðari.  Aðgangsleið 2 er í boði þar sem MPLS-TP tengingar eru til staðar.

Lesa meira

Fyrirtækjatengingar

Fyrirtækjatengingar Mílu eru ætlaðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Lesa meira

Ethernet yfir kopar

Ethernet yfir kopar (EyK) er mjög góð lausn fyrir stuttar vegalengdir út frá stofnleiðum. Þjónustan nýtir núverandi koparlagnir og innanhússlagnir og minnkar þar með þörf á jarðraski og er því fljótleg í uppsetningu. 

Lesa meira

Endurvaki

ADSL endurvaki er lausn sem nýtist vel á stöðum þar sem erfitt er að veita stöðugt ADSL samband vegna vegalengdar frá tækjahúsi Mílu til endanotanda. Endurvaki magnar upp ADSL merkið til að auka drægni þess.

Lesa meira

Innanhússlagnir

Míla leggur ljósleiðara víða á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri, Selfossi, Sauðárkróki og á Skagaströnd.  Við uppfærslu á Ljósnet Mílu í 100 Mb/s er sett vigrun á línur. Innanhússlagnir verða að vera réttar í báðum þessum tilvikum.

Lesa meira