Inga Helga Halldórudóttir

Lögfræðingur

Starfsreynsla

Inga hefur mikla reynslu af málum er varða samkeppnis- og fjarskiptarétt. Hún hóf lögfræðiferilinn hjá Fjarskiptastofu, áður Póst- og fjarskiptastofnun. Þaðan fór hún til Samkeppniseftirlitsins þar sem hún sinnti mörgum málum er vörðuðu fjarskipti. Hún starfaði í tæp 7 ár hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel þar sem hún hafði m.a. umsjón með málum er varða samkeppnisrétt, fjarskiptarétt og ríkisaðstoð. Hún flutti aftur heim 2022 og hóf störf hjá Orkustofnun, þaðan sem hún kom til okkar í febrúar 2023.

Menntun

Meistaragráða í lögfræði (LLM) frá Freie Universität Berlin
Meistaragráða (ML) frá Háskólanum í Reykjavík
BA gráða í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík