Erik Figueras Torras

Forstjóri

Starfsreynsla

Erik hefur starfað við fjarskipti mest alla sína starfsævi.  Áður en leið lá til Íslands starfaði hann hjá Siemens í farsímakerfum, bæði í Þýskalandi og í Bandaríkjunum og hjá Philips þar sem hann bar ábyrgð á farsímastöðvum fyrir alla tækni og um allan heim. 

Erik kom til Íslands árið 1999 og hóf störf hjá Landsímanum. Hann starfaði þar til 2004 fyrst sem tæknimaður og síðar sem forstöðumaður. Hann starfaði hjá TM Software 2004 - 2007, þegar hann tók þátt í stofnun Amivox. Þar starfaði hann þar til hann fór aftur til Símans og tók við stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013 - 2022. 

Menntun

MBA frá IMD í Lausanne, Sviss
MSc í fjarskipta verkfræði frá Politecnic University í Barcelona