Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


Mílusteinar

Mílusteinar fjalla um helstu pósta í starfsemi Mílu á árinu 2014. Mílusteinar eru samantekt á upplýsingum úr ársskýrslu félagsins.

Mílusteinar 2016


Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Kjarnastarfsemi Mílu felst í að byggja upp og reka fjarskiptainnviði á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi og felst sérhæfing Mílu meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum.

Míla á og rekur öflugt og fjölþætt fjarskiptakerfi sem byggist upp á tveimur meginkerfum, Stofnneti og Aðgangsneti. Stofnnet Mílu sér um flutning fjarskipta milli símstöðva og fjarskiptastaða um allt land auk þess að sjá um tengingar við útlandasambönd.  Þetta er kjarni fjarskiptakerfisins sem tengir allar byggðir við landsnet fjarskipta.  Aðgangsnet Mílu sér um flutning frá símstöð til endanotanda.  Um er að ræða fjarskiptanet sem nær inn á nánast öll heimili og fyrirtæki í landinu. Auk þess býður Míla aðstöðuleigu fyrir viðskiptavini sína í tækjarýmum um allt land á um 600 stöðum.

Míla leggur mikla áherslu á stöðuga uppbyggingu fjarskiptakerfis síns, auk þess að setja á markað nýjar lausnir til að mæta þörfum markaðarins. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land og til útlanda hvort sem það eru fjarskipti fyrir almenning, fyrirtæki eða öryggisfjarskipti.

Skipulag Mílu

Breytingar voru gerðar á skipuriti Mílu á síðasta ári, þegar Framkvæmdasvið var stofnað utan um starfsemi sem áður hafði verið útvistað hjá fyrirtækinu. Kom þetta til vegna aukinna umsvifa við nýlagningar á ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu.

Framkvæmdastjóri Mílu er Jón Ríkharð Kristjánsson og eru alls átta svið sem heyra undir hans stjórn, sex meginsvið og tvö stoðsvið. 

Meginsvið:

Daði Sigurðarson er sviðsstjóri Stofnkerfa sem sjá um uppbyggingu og rekstur búnaðar og þjónustu í Stofnneti Mílu.   

Kristinn Ingi Ásgeirsson er sviðsstjóri Aðgangskerfa sem sjá um að byggja upp og reka virkan búnað Mílu í aðgangsnetinu.  

Hrund Grétarsdóttir er sviðsstjóri Þjónustu og sölu. Sviðið ber m.a. ábyrgð á viðskiptasambandinu við viðskiptavini, þar með talið sölu og þjónustu, ásamt samskipta og markaðsmálum.  

Guðmundur Gíslason er sviðsstjóri Framkvæmda sem sjá um rekstur og nýlagnir fyrir aðgangsnet Mílu á höfuðborgarsvæðinu, auk samskipta og stuðnings við samstarfsaðila Mílu á landsbyggðinni.  

Ingimar Ólafsson er sviðsstjóri Grunnkerfa sem sjá um hönnun, skráningu og eftirlit nýframkvæmda og stærri rekstrarverkefna í strengjakerfum Mílu ásamt því að viðhalda kortagrunni.  

Svanur Baldursson er sviðsstjóri Hýsingar sem sjá um rekstur og viðhald tækjahúsa og mastra, auk aflbúnaðar. 

Stoðsvið 

Sviðsstjóri Tæknistoðar er Halldór Guðmundsson en Tæknistoð sér um rekstur og viðhald UT kerfa, öryggismál, kennslu og þróun.    

Fjármálastjóri Mílu er Sigrún Hallgrímsdóttir sem stýrir Fjármálasviði. Fjármálasvið annast bókhald, uppgjör, áætlanagerð, innkaup, lagerhald og skjalastjórnun hjá Mílu. 

Lögfræðingur Mílu er Auður Inga Ingvarsdóttir en lögfræðisvið sér um samskipti við eftirlitsstofnanir og lagaleg mál. 

Starfsmenn voru alls 137 talsins í lok árs 2016.
Hjá Mílu er 6 megin svið og tvö stoðsvið.  

Aukin samkeppni í Ljósleiðaratengingum 

Míla setti sér háleit markmið fyrir árið 2016 og náði þeim. Nú geta 30.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu tengst ljósleiðara Mílu. Stefnt er að tengingu annarra 28.000 nýrra heimila á þessu ári. Takist það stendur 58.000 heimilum á höfuðborgarsvæðinu til boða að nýta sér ljósleiðara Mílu eða tæp 70% heimila  á svæðinu. Rúmlega 10.000 heimili á landsbyggðinni hafa kost á fjarskiptaþjónustu Mílu í gegnum ljósleiðara. Míla mun halda áfram ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni í samstarfi við sveitafélög svo að sem flest íslensk heimili fái aðgengi að háhraðaþjónustu Mílu. 

ISO vottun 

Míla hefur fengið vottun samkvæmt ISO/IEC 27001:2013 staðlinum sem snýr að stjórnun upplýsingaöryggis. Staðallinn tilgreinir kröfur um að innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi og tryggir að til sé áhættumat sem sniðið er að þörfum félagsins og að úrbætur verði gerðar vegna upplýsingaöryggis sé þess þörf. Vottunin staðfestir að Míla vinnur af fagmennsku við að tryggja upplýsingaöryggi viðskiptavina sinna. 

Ljósnet um allt land

Alls hafa nú um 92% heimila á landinu aðgang að háhraðatengingum Mílu ýmist um Ljósnet eða Ljósleiðara Mílu, sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Unnið var að þéttingu Ljósnets á þéttbýlisstöðum um allt land á síðasta ári, samhliða ljóleiðarauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. 

Öll heimili á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Eskifirði, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, auk flestra bæjarfélaga á suðvesturhorninu eiga nú kost á Ljósneti. Míla gerir ráð fyrir að Ljósnetið verði komið til flest allra heimila í þéttbýli á landinu í lok þessa árs. 

30.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu komin með möguleika á að tengjast Ljósleiðara Mílu  
500 Mb/s hámarksraði á Ljósleiðara Mílu á árinu 2016 og fer í 1 Gb/s á nýju ári 2017
1.287 húskassar um allt land sem tengja heimilin við Ljósnet Mílu

Vestfirðir hringtengdir

Tenging er komin á nýja ljósleiðarahringinn um Vestfirði og er stofnnetsbúnaður kominn á strenginn og þar með er samband komið á hringtengingu Vestfjarða og Vestfirðir orðnir tvítengdir við Ljósleiðarahringinn. 

Um 290 km af stofnljósleiðara Mílu voru fyrir á Vestfjörðum en eru nú orðnir 500 km sem þjóna fjarskiptum á Vestfjörðum. Þessir strengir, ásamt fjölda af örbylgjusamböndum sem eru til vara og þjóna afskekktum stöðum, mynda öflugt grunnnet á Vestfjörðum. 


Öflugar tengingar á Drangsnesi og Grímsey

Míla byggði upp öfluga fjarskiptaþjónustu á Drangsnesi og í Grímsey á árinu 2016. Þessir staðir fá sína tengingu við umheiminn í lofti með örbylgjusamböndum og hefur Míla nú byggt upp öflugar nútímatengingar frá Hólmavík til Drangsness og frá Siglufirði til Grímseyjar. Einnig hefur búnaði verið komið fyrir á stöð í Grímsey og á Drangsnesi, sem tryggir allt að 50Mb/s tengingu til heimila sem eru í allt að 1 km fjarlægð frá stöð og allt að 16Mb/s tengingu til þeirra sem fjær liggja. Uppbyggingin er studd af sveitarfélögunum og ríkinu.

Mílusteinar 2015 


Breytt skipulag innan Mílu

Góð reynsla er af nýju skipulagi Mílu sem leit dagsins ljós í upphafi árs 2015. Niðurstaðan varð sú að velja grunnt skipulag sem byggir á sama grunni og áður. Í stað 3ja meginsviða, þá urðu þau 5, Stofnkerfi, Aðgangskerfi, Sala og þjónusta, Grunnkerfi og Hýsing. Stoðsviðin héldust óbreytt. 

Samkvæmt nýju skipuriti eru stjórnendur þessir: Framkvæmdastjóri Mílu er Jón Ríkharð Kristjánsson. Daði Sigurðarson stýrir Stofnkerfum, Kristinn Ingi Ásgeirsson Aðgangskerfum,  Hrund Grétarsdóttir stýrir Þjónustu og sölu. Þá stýrir  Ingimar Ólafsson Grunnkerfum og Svanur Baldursson Hýsingu. Stjórnendur stoðsviða eru: Auður Inga Ingvarsdóttir lögfræðingur, Halldór Guðmundsson Tæknistoð og Sigrún Hallgrímsdóttir er fjármálastjóri. 

Flestir fjarskiptainnviðir landsins í eigu Mílu

Míla er stærsti eigandi fastra fjarskiptainnviða á Íslandi. Netin samanstanda af ljósleiðurum og koparstrengjum sem liggja í jörðu, föstum örbylgjusamböndum og virkum búnaði sem sér um flutning fjarskipta milli staða.

Landshringurinn svokallaði er um 1.400 km að lengd og sér um flutning fjarskipta hringinn í kringum landið og tengingar við útlandasambönd. Míla hefur  yfir að ráða þremur þráðum hringinn í kringum landið og tveimur að auki á flestum leiðum. Þrír þræðir eru á forræði ríkisins.  Míla sér um rekstur og viðhalds landshringsins.

Vöktun fjarskiptainnviða hjá Mílu

Í lok árs var ákveðið að búa til öfluga stjórnstöð þar sem allir þættir sem snúa að rekstri fjarskiptakerfa samstæðunnar yrðu vaktaðir á sama stað og í ársbyrjun 2016 var Stjórnstöð Símans flutt til Mílu. Við breytinguna skapast tækifæri til að byggja upp enn öflugri kerfisvöktun fyrir fjarskiptainnviði á landinu. Með yfirfærslu verkefna frá Símanum styrkist og eflist starfsemi Mílu og standa vonir til þess byggð verði upp vöktun fyrir fleiri fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki hér á landi.

Hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum

Það kom í hendur Mílu að vinna fyrri hluta hringtengingar stofnleiðar á Vestfjörðum. Framkvæmdir hófust í lok júlí. Orkubú Vestfjarða var samstarfsaðili Mílu í verkefninu og lagði 3ja fasa háspennustreng með ljósleiðaranum frá Borðeyri að Þorpum á Ströndum.

Alls nær strengurinn um 115 km langa leið en verkefninu lauk í byrjun desember. Um er að ræða ljósleiðarastofnstreng frá Stað í Hrútafirði að Hólmavík með viðkomu á nokkrum fjarskiptastöðum og með möguleika á tengingu ljósleiðaraheimtauga.

Allt að 100 Mb/s Ljósnet víða um land

Ljósnetið var eflt enn frekar á árinu 2015. Míla uppfærði Ljósnetskerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum þéttbýlisstöðum í nágrenninu með Vigrun. Alls eru um 87 þúsund heimili komin með möguleika á að tengjast uppfærðu kerfi og fá 100 Mb/s nethraða.

Heimili á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum ná nú allt að 70 Mb/s hraða eftir að götuskápar í bæjarfélögunum voru tengdir. Framhald verður á á komandi ári.  Að auki voru settar upp tengingar fyrir Ljósnet á litlum þéttbýliskjörnum víða um land og má þar nefna Gunnarshólma, Njálsbúð, Rif og Þykkvabæ. Örbylgjusamband til Hríseyjar var aukið og þar með hafa eyjaskeggjar sem búa í innan við kílómeters fjarlægð frá tækjahúsi Mílu möguleika á Ljósnetstengingu.

Míla á sinn þátt í því að flestar háhraðatengingar eru á hvern íbúa á Íslandi þegar horft er til Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna. Það er svo í höndum þjónustufyrirtækjanna að tengja sína viðskiptavini á 100 Mb/s tengingu Mílu.

10.000 heimili alls, geta nýtt sér Ljósleiðaratengingar Mílu 
129.652 heimili geta nýtt sér Ljósnetstengingar Mílu 
4.370 km er heildarlengd ljósleiðarastofnlagna Mílu

Ljósleiðari til heimila

Míla sagði frá því á árinu að til stæði að ljúka tengingu 30 þúsund heimila á höfuðborgarsvæðinu með ljósleiðaraheimtaug fyrir lok árs 2016. Við þá framk

væmd mun núverandi kerfi nýtast vel, þar sem ljósleiðari liggur að götuskápum í öllum 

Þessar eignir Mílu, þ.e. ljósleiðari í götuskáp ásamt ljósleiðurum og rörum inn á heimili, gerir tengingu Ljósnets með ljósleiðaraenda að hagkvæmum valkosti við áframhaldandi uppbyggingu aðgangsnetsins.hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þar með er aðeins eftir að bæta ljósleiðara við þann stutta spöl sem eftir er að heimilum. Að auki á Míla þegar ljósleiðara og rör tilbúin fyrir lagningu ljósleiðara inn á fjölda heimila á höfuðborgarsvæðinu.

Míla undirritar yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum

Míla var meðal 103ja fyrirtækja og stofnana sem skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða í nóvember síðastliðnum. Þar með hefur Míla skuldbundið sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.  

Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja efndu til þessa samstarfs og markaði undirskriftin upphaf verkefnisins.

Gleðigangan í vefmyndavélum Mílu

Míla stillti vefmyndavélina sína í miðborginni sérstaklega fyrir árlegu gleðigönguna í miðbænum í ágúst. Vefmyndavélar Mílu hafa gefið þúsundum tækifæri til að upplifa landið. Hvað er að gerast við Tjörnina, Jökulsárlón, Gullfoss já eða við Austurvöll? Það má sjá með aðstoð vefmyndavéla Mílu.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica