20. desember 2022

Viðgerð í Eyjum um helgina í óveðri og ófærð

Elja og dugnaður starfsfólksins okkar kom berlega í ljós um helgina, þegar bilun kom upp í götuskáp í Vestmannaeyjum sem olli útfalli á nettenginum hjá fjölda heimila.  

Bilun varð í götuskáp í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags þegar snjór komst inn í skápinn og olli því að um 400 heimili urðu netsambandslaus. Strax var stokkið af stað til að leita leiða til að koma heimilunum sem fyrst aftur í samband, en fljótlega var ljóst að viðgerðatilraunir væru ekki að bera árangur og að skipta þurfti út töluvert af búnaði í skápnum. Senda þurfti varahluti frá Reykjavík til Eyja sem gat ekki gerst á verri tíma, því allar leiðir yfir Suðurlandið voru lokaðar og tilraunir til að fá leyfi til að fara yfir heiðina þrátt fyrir lokanir báru ekki árangur. Tæknimenn okkar biðu því eftir því að leiðin yrði opnuð aftur og undir morgun á sunnudag lögðu þeir af stað með varahlutina í Herjólf þrátt fyrir óveðrið. Um kl. 10:30 á sunnudagsmorgun voru þeir búnir að gera við bilunina og heimilin sem urðu fyrir útfalli komin aftur í netsamband. Við erum stolt af elju og styrk tæknimannanna okkar við að leysa þetta mál