26. mars 2020

Vegna sérstakra aðstæðna

Vegna fordæmalausra aðstæðna reynir nú víða á fjarskipti á annan hátt en áður hefur verið. Míla vill leggja sitt að mörkum eftir því sem mögulegt er.

Vegna fordæmalausra aðstæðna reynir nú víða á fjarskipti á annan hátt en áður hefur verið. Breytt notkun virðist krefjast meiri bandvíddar á mikilvægum stofnleiðum milli þéttbýlisstaða, bæði innan og utan hrings. Í kerfum Mílu er mjög víða til umframbandvídd, þó það fari eftir aðstæðum og kerfisuppbyggingu. Vegna aðstæðna vill Míla bjóða viðskiptavinum sem nýta í dag MPLS-TP og Ethernetsambönd í kerfum Mílu upp á aðstoð við að mæta tímabundinni, aukinni bandvíddarþörf á stofnleiðum án endurgjalds á meðan ástandið varir.
Míla býður þetta með þeim fyrirvara að það sé kerfislega möguleiki og að aukningin sé ekki háð kerfisbreytingum eða miklum tilkostnaði.