26. apríl 2022

Vefsíðu fyrir vefmyndavélar Mílu lokað

Frá og með 30. apríl næstkomandi verður vefsíðunni livefromiceland.is lokað. 

Frá og með 30 apríl næstkomandi verður vefsíðu Mílu livefromiceland.is lokað, en síðan hefur hýst beint streymi frá vefmyndavélum Mílu. Við viljum þakka öllum fyrir áhorfið síðustu 12 ár sem liðin eru frá því þetta ævintýri hófst, við upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi árið 2010.