Uppfærslu öryggisfjarskipa lokið

12.4.2018

Í gær lauk samstarfsverkefni Neyðarlínunnar og Mílu þegar síðustu sendar Neyðarlínunnar voru færðir yfir á nýtt kerfi. 

Snemma á síðasta ári skrifuðu Neyðarlínan og Míla undir samning um samstarf fyrirtækjanna um breytingar á kerfi sem flytur merki fyrir senda Neyðarlínunnar. Í gær lauk þessu verkefni þegar síðustu sendar Neyðarlínunnar voru færðir yfir á nýtt kerfi.

Samningurinn var tilkominn vegna uppfærslu Neyðarlínunnar á kerfum sínum og síðasta árið hefur Míla unnið í nánu samstarfi við Neyðarlínuna við að byggja upp landsdekkandi sambandakerfi vegna þeirra breytinga. Verkefnið hefur verið umfangsmikið enda rekur Neyðarlínan senda og önnur kerfi á yfir 200 stöðum um allt land. Hefur vinnan gengið vonum framar og eru allir sendar Neyðarlínunnar nú komnir yfir á nýja kerfið.