Starfsfólk Mílu í plokk-gírnum

Tiltekt á lóðinni hjá okkur

8.6.2018

Starfsfólk Mílu stóð fyrir tiltekt á lóðinni í kringum höfuðstöðvar Mílu á Stórhöfðanum.

Míla er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2017. Mikilvægur hluti þess að standa undir slíkri útnefningu er að hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig. Því tóku starfsmenn Mílu sig til  í síðustu viku, vopnaðir plokkprikum og ruslapokum og hreinsuðu lóðina í kringum fyrirtækið.

Ekki var vanþörf á slíku átaki eftir veturinn en sérstaklega eftir miklar framkvæmdir á húsnæði fyrirtækisins síðustu misseri með tilheyrandi óreiðu. Veðrið var óvenju gott, miðað við mánuðinn á undan, sem var ánægjulegt.