Óvissustig hjá Mílu

Míla er á óvissustigi vegna Landriss á Reykjanesi og vegna Covid-19 veirunnar. 

 


31. október 2019

Sorgarsaga um ólöglegan frágang Gagnaveitu Reykjavíkur

Árið 2014 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að lagnir sem Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hafði lagt fyrir húseigendur væru ólöglegar sem GR bæri að laga. 

Árið 2014 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að lagnir sem Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hafði lagt fyrir húseigendur væru ólöglegar og að GR bæri að laga vitleysuna. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála komst að sömu niðurstöðu, að lagnir GR væru ólögmætar en taldi að PFS hefði ekki nægilega heimild til að leggja íþyngjandi lagfæringarkröfu á GR. Staðreyndin er að GR hefur lagt þúsundir ólöglegra innanhússlagna og þær eru á ábyrgð húseigenda líkt og PFS hefur staðfest. Mikilvægt er að lesa skrif framkvæmdastjóra borgarfyrirtækisins GR í Fréttablaðinu í þessu ljósi.

Markmið GR með ólöglegum frágangi er að gera notendum erfitt að skipta um ljósleiðara. Til að laga ólöglegan frágang GR þarf að klippa á innanhússlögn og aftengja tengibox GR og það er í samræmi við reglur PFS.

PFS hefur ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að frágangur GR sé ólöglegur en GR heldur áfram að brjóta reglur og það virðist markviss stefna fyrirtækisins, að fylgja ekki reglum PFS um innanhússlagnir. Óvandaður og ólöglegur frágangur er því í boði GR.

Þann 7. október síðastliðinn fékk, Jónas, starfsmaður Mílu, heimsókn frá GR. Tilgangurinn var að tengja ljósleiðara fyrir íbúa í húsinu. Jónas sem er einn helsti sérfræðingur landsins í faginu, upplýsti fulltrúa GR um að uppsetning í hans húsi þyrfti að vera lögmæt, þekkjandi vinnubrögð GR til fjölda ára. Jónas þurfti að útskýra fyrir fulltrúa GR hvað í því fælist. Fulltrúi GR sagði að þeirra fyrirmæli væru önnur og að hann væri einu sinni ekki með efni til að framkvæma uppsetninguna með löglegum hætti. Hann þurfti því að fara og sækja efni til að geta klárað verkið.

Míla hvetur húseigendur til að fara að fordæmi Jónasar og krefjast þess að GR vinni uppsetningar í samræmi við reglur því ábyrgðin er húseigandans sem mun bera kostnað við lagfæringar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica