4. ágúst 2020

Slit á fjarskiptastrengjum í sumar

Á þessum árstíma er mikið um allskonar jarðframkvæmdir víða um land. Með auknum jarðframkvæmdum fjölgar einnig atvikum hjá Mílu þar sem slit verður á fjarskiptastrengjum fyrirtækisins.

Í sumar hafa komið upp nokkur slit á landshring Mílu, þar sem framkvæmdaaðili tekur strenginn í sundur við framkvæmdir.  Auðvelt er að komast hjá slíku með því að fá lagnateikningar hjá Mílu. 

Mikilvægt er að framkvæmdaaðilar setji sig í samband við Mílu áður en hafist er handa og óski eftir teikningum af því svæði sem fyrirhugað er að fara í jarðframkvæmdir á. Þannig er hægt að komast hjá því að taka í sundur strengi með tilheyrandi óþægindum fyrir almenning á svæðinu og kostnaði sem leggst á þann sem slítur.  

Auðvelt og fljótlegt er að óska eftir teikningum. Það er gert hér á heimasíðu Mílu undir Panta teikningar  og hægt er að fá teikningar sendar með tölvupósti, eða sækja til Mílu að Stórhöfða 22-30. 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica