13. febrúar 2017

Samningur milli Mílu og Neyðarlínunnar

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Míla og Neyðarlínan undir samning vegna sambanda. 

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Neyðarlínan og Míla undir samning um samstarf fyrirtækjanna um breytingar á kerfi sem flytur merki fyrir senda Neyðarlínunnar. Samningurinn er tilkominn vegna breytinga Neyðarlínunnar á sínum kerfi, en Míla og Neyðarlínan hafa áður verið í áralöngu samstarfi um þennan rekstur um allt land. Með þessum breytingum er verið að nútímavæða öryggisfjarskipti á Íslandi. 

Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Jón Ríkharð Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu við undirritun samningsins.