Samningur milli Mílu og 365 miðla

22.9.2017

Míla ehf. og 365 undirrituðu í dag samning um fastlínusambönd og skammtímatengingar vegna útsendinga frá Dominosdeild karla/kvenna og Olísdeild karla/kvenna.  

Jón Ríkharð Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu og Sigrún L. Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 miðla undirrituðu samninginn.

365 er með metnaðarfull markmið um dreifingu á íslensku íþróttaefni. Umfjöllun í tengslum við íþróttir verður enn meiri en áður og mun þessi samningur gera 365 kleift að veita áskrifendum sínum enn betri þjónustu og koma öllu efni fljótt og örugglega til áhorfenda.