10. september 2021

Óvissustigi vegna Skaftárhlaups aflétt

Míla hefur aflétt óvissustigi vegna Skaftárhlaups og urðu engar rekstrartruflanir á þjónustu Mílu á meðan á hlaupi stóð. 

Skaftárhlaup er nú í rénun og hefur Míla því aflétt óvissustigi sínu. Engar rekstrartruflanir urðu á þjónustu Mílu á meðan hlaupið gekk yfir. 

Neyðarstjórn Mílu lýsti yfir óvissustigi við upphaf hlaups, en það þýðir að Míla fer á hærra viðbúnaðarstig og fylgist grannt með gangi mála. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica