5. febrúar 2022

Óvissustigi vegna veðurs hefur verið aflétt.

Míla lýsti  yfir óvissustigi vegna óveðurs sem spáð  var aðfaranótt mánudags 7. febrúar. Því hefur nú verið aflétt. 

Neyðarstjórn Mílu fundaði í gær vegna óveðurs sem gekk yfir aðfaranótt mánudags 7. febrúar. Viðbragðsáætlun var sett í gang samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins og var mat neyðarstjórnar að viðbúnaður Mílu væri á óvissustigi.

Áhrif voru óveruleg, en þau áhrif sem urðu stöfuðu að mestu af rafmagnsleysi. Þau atvik hafa verið leyst.