14. desember 2016

Öflugar tengingar til Drangsness og Grímseyjar

Míla hefur á árinu byggt upp öfluga fjarskiptaþjónustu á Drangsnesi og í Grímsey.

Míla hefur á árinu byggt upp öfluga fjarskiptaþjónustu á Drangsnesi og í Grímsey. Þessir staðir fá sína tengingu við umheiminn í lofti með örbylgjusamböndum, og hafa nú verið byggðar upp öflugar nútímatengingar frá Hólmavík til Drangsness og frá Siglufirði til Grímseyjar. Einnig hefur búnaði verið komið fyrir á stöð í Grímsey og á Drangsnesi, sem tryggir allt að 50Mb/s tengingu til heimila sem eru í allt að 1 km fjarlægð frá stöð og allt að 16Mb/s tengingu til þeirra sem fjær liggja. Þessi uppbygging var gerð möguleg með stuðningi frá sveitarfélögunum og ríkinu. 

Í framhaldi af þessari uppbyggingu vinnur Míla nú að því að fá heimild til að lækka kostnað til fjarskiptafyrirtækjanna fyrir tengingar Mílu á þessa staði sérstaklega. Er það gert til að gera  fjarskiptafyrirtækjum auðveldara  að veita sambærilega þjónustu á þessum stöðum og gerist almennt annars staðar á landinu.