30. nóvember 2015

Nýtt verð fyrir ljósheimtaugar

Frá og með 1. febrúar 2016 mun verð fyrir ljósheimtaugar og GPON þjónustu breytast. Meðal nýjunga verður GPON á aðgangsleið 1 og 3.

Nokkrar breytingar eru gerðar á núverandi verðskrá:

  • Verðskráin verður tvískipt þar sem eitt verð gildir fyrir höfuðborgarsvæðið og Akureyri og annað verð gildir fyrir önnur svæði.
  • GPON verður í boði á aðgangsleið 1 og 3
  • Innheimt er sérstakt gjald fyrir möguleika á margvarpi (e. multicast) á aðgangsleið 1
  • Internetaðgangur er innifalinn í grunnþjónustu GPON
  • Innheimt er sérstakt gjald fyrir möguleika á talsímaþjónustu yfir IP (e. VoIP) á aðgangsleið 1

Öll verð eru án vsk.

Ljósheimtaugar

Verð fyrir ljósheimtaugar verður eftirfarandi:

   Verð á mán.  Stofnverð
 Höfuðborgarsvæðið og Akureyri  1.750 kr.  3.166 kr.
 Önnur svæði  2.300 kr.  3.166 kr.

Ljósheimtaugar liggja frá deili (e. splitter) til notanda.

Ofangreind verðskrá gildir fyrir ljósheimtaugar í eigu Mílu.  Í sumum tilfellum sér Míla um innheimtu ljósheimtaugar fyrir hönd eiganda þeirra og er innheimta samkvæmt sérstakri verðskrá.

Nálgast má upplýsingar um staðföngin á þjónustuvef Mílu og hér á ytri vef Mílu.

GPON

Enginn endabúnaður er innifalinn í vörunni ef frá er talin ljósbreyta (ONT). Míla skilar þjónustunni í ljósbreytu en viðsemjandi ber kostnað við nauðsynlegar lagnir innanhúss, s.s. tengingu innanhússlagna við ljósbreytu.

Verð fyrir GPON á aðgangsleið 1 verður eftirfarandi:

   Verð á mán.  Stofnverð  Yfirtaka
 Höfuðborgarsvæðið og Akureyri  1.200 kr.  3.166 kr. 1.329 kr.
 Önnur svæði  1.600 kr.  3.166 kr.  1.329 kr.
 Margvarp mánaðargjald *  13,63 kr. pr. Mb/s    
 VoIP  55,85 kr.    

Verð er pr. tengingu.

Aðgangur að interneti er innifalinn í grunngjaldi fyrir GPON.

Aðgangur að ljósheimtaug er ekki innifalinn í GPON gjaldi. Aðeins eitt stofngjald er innheimt þegar óskað er eftir GPON þjónustu á kerfi Mílu og gildir það fyrir bæði ljósheimtaug og GPON.

Innheimt er stofngjald þegar um er að ræða flutning á þjónustu úr kerfi Gagnaveitu Skagafjarðar í GPON kerfi Mílu.

Þegar um er að ræða yfirtöku á þjónustu frá öðrum þjónustuaðila er innheimt sérstakt gjald fyrir yfirtökuna.

*Verð fyrir margvarp miðast við frátekna bandvídd á hverjum DSLAM.  Frátekin bandvídd ræðst af fjölda myndlykla.  Reiknað er með að frátekin bandvídd sé eftirfarandi miðað við fjölda myndlykla:

 Fjöldi myndlykla  Gagnamagn (Mb/s)
 1 - 9  50
 10 - 29  130
 30 - 49  160
 50 - 99  240
 100 - 199  360
 200 - 399  560
 400 +  600

Útreikningur á gagnamagni miðast við heildarfjölda myndlykla án tillits til þess hvort um er að ræða xDSL eða GPON þjónustu.

Verð fyrir GPON á aðgangsleið 3 verður eftirfarandi:

   Verð á mán.  Stofnverð Yfirtaka
Höfuðborgarsvæðið og Akureyri  1.683 kr.  3.166 kr 1.329 kr.
Önnur svæði  2.083 kr.  3.166 kr.  1.329 kr.

Verð er pr. tengingu.

Aðgangur að interneti er innifalinn í grunngjaldi fyrir GPON.

Aðgangur að ljósheimtaug er ekki innifalinn í GPON gjaldi. Aðeins eitt stofngjald er innheimt þegar óskað er eftir GPON þjónustu á kerfi Mílu og gildir það fyrir bæði ljósheimtaug og GPON.

Innheimt er stofngjald þegar um er að ræða flutning á þjónustu úr kerfi Gagnaveitu Skagafjarðar í GPON kerfi Mílu.

Þegar um er að ræða yfirtöku á þjónustu frá öðrum þjónustuaðila er innheimt sérstakt gjald fyrir yfirtökuna.

Ekki er boðið upp á margvarpsmöguleika og VoIP á aðgangsleið 3 nema fyrir sé aðili með aðgangsleið 1 í viðkomandi símstöð sem samið er við um þjónustu.