20. október 2015

Nýr samningur við Isavia

Nýr þjónustusamningur milli Mílu ehf. og Isavia ohf. um flutning á nýju IP fjarskiptakerfi Isavia var undirritaður síðasta föstudag, 16. október.

Síðastliðinn föstudag, 16. október var undirritaður nýr þjónustusamningur á milli Mílu ehf. og Isavia ohf. um flutning / dreifingu á nýju IP- fjarskiptakerfi Isavia. Kerfið samanstendur af  Ethernet hringtengingum í fjarskiptakerfi Mílu sem tengja saman sendastaði í flugfjarskiptakerfi Isavia um land allt. Þetta nýja kerfi var sett upp í sumar og hefur verið í tilraunarekstri samhliða eldra kerfi. Isavia ráðgerir að taka nýja kerfið í notkun undir lok árs 2015.  Markmiðið með nýjum þjónustusamningi er að styrkja enn frekar uppitíma og öryggi fjarskipta á Íslandi.

Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Flugleiðsögusviðs Isavia og Jón R. Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu við undirritun samningsins.