Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


10. desember 2019

Míla lýsir yfir óvissustigi

Neyðarstjórn Mílu hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna aftakaveðurs sem nú gengur yfir landið. 

Neyðarstjórn Mílu hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna aftakaveðurs sem nú gengur yfir landið. Víðtækar rafmagnstruflanir og óvissa um hvenær rafmagn verður komið á að nýju gerir að verkum að líklegt er að truflanir og útföll verði á fjarskiptum þegar á líður.

Unnið er að því að kortleggja hvar frekara varaafls er þörf og mögulegra aðgerða til að tryggja rafmagn á fjarskiptastaði Mílu eins og kostur er.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica