7. desember 2015

Míla hefur lýst yfir óvissustigi

Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna yfirvofandi óveðurs.




Neyðarstjórn Mílu fundaði í morgun vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir landið næsta sólarhringinn. Viðbragðsáætlun hefur verið sett í gang samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins og er mat neyðarstjórnar að viðbúnaður Mílu sé á óvissustigi.

Míla hefur styrkt vaktafyrirkomulag sitt og hefur mönnun á Stjórnstöð Mílu verið aukin þar til veðrinu slotar. Þá verða starfsmenn Mílu og samstarfsaðilar um land allt í viðbragðsstöðu til að fara í viðgerðir eftir sem við á strax og veðri slotar.