4. júlí 2022

Ljósleiðari til heimila í þéttbýli um allt land

Míla leggur ljósleiðara til heimila á fjölmörgum þéttbýlisstöðum um allt land í sumar.

Míla vinnur að lagningu ljósleiðara til heimila í þéttbýli um land allt. Um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni sem mun taka nokkur ár að klára. Míla áætlar að ljúka því á næstu 5 árum og að innan þess tíma verði flest heimili í þéttbýli komin með háhraðatengingu sem stenst kröfur til framtíðar.

Síðustu ár hefur Míla lagt ljósleiðara til heimila auk þess sem ljósleiðari er ávallt lagður í nýjum hverfum og nýbyggingum. Áherslan síðustu ár hefur verið á suðvesturhorn landsins, stór-höfuðborgarsvæðið og Akureyri, sem er það svæði þar sem samkeppnin er mest, en núna er áhersla lögð á landsbyggðina og þéttbýlisstaðina þar. 

Á þessu ári verður unnið að lagningu ljósleiðara til heimila á fjölmörgum þéttbýlisstöðum hringinn um landið. Á mörgum þessara staða hefur Míla þegar tengt fjölda heimila og á nokkrum stöðum er verið að leggja til síðustu heimilanna svo sem á Húsavík, eða er jafnvel búið að leggja til allra eins og á Selfossi. Þar með geta öll heimili á þessum stöðum nýtt sér ljósleiðara okkar. 

Það tekur nokkur ár að klára hvern stað, en með því að hefjast handa á sem flestum stöðum, þá er verkið komið í gang og í framhaldinu er unnið markvisst að því að klára hvern stað. Þetta mun þó taka tíma, mikla vinnu og fjármagn og þess vegna þarf að dreifa þessari vinnu yfir nokkur ár og víða er óskað eftir kostnaðarþátttöku íbúa til að flýta fyrir verkinu. En með samstilltu átaki Mílu, sveitafélaga og íbúa þá er þetta gerlegt á styttri tíma en annars hefði þurft til verksins. 

Meðal staða þar sem Míla vinnur þessa dagana eru:  Akranes, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík, Hellissandur, Flateyri, Þingeyri, Ísafjörður, Patreksfjörður, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður, Neskaupsstaður, Egilsstaðir, Höfn, Hofsós, Eyrarbakki, Stokkseyri, Garður, Sandgerði, en þetta er ekki tæmandi upptalning. 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica