Óvissustig hjá Mílu

Míla er á óvissustigi vegna Landriss á Reykjanesi og vegna Covid-19 veirunnar. 

 


12. júlí 2019

Ljósleiðari Mílu til heimila á Húsavík

Nú er Míla að hefjast handa við lagningu ljósleiðara Mílu til heimila á Húsavík. Í þessum fyrsta hluta verkefnisins er áætlað að tengja ljósleiðara til 325 heimila. Fyrstu heimilin verða tengd strax í júlí 

Nú er Míla að hefjast handa við lagningu ljósleiðara Mílu til heimila á Húsavík. Í þessum fyrsta hluta verkefnisins er áætlað að tengja ljósleiðara til 325 heimila. Fyrstu heimilin verða tengd strax í júlí en önnur heimili verða tengd á fjórða ársfjórðungi þessa árs.

Þær götur sem áætlað er að tengja á þessu ári eru Álfhóll, Árgata, Ásgarðsvegur, Brávellir, Fossvellir, Garðarsbraut 21-83, Grundargarður, Hjarðarhóll, Mararbraut, Skólagarður og Túngata. Áform Mílu á Húsavík eru svo að halda ljósleiðaravæðingu áfram á næstu árum og tengja öll heimili í þéttbýli Húsavíkur.

Hvað varðar þjónustu um ljósleiðara Mílu þá sjá fjarskiptafyrirtækin um að veita þjónustuna og hafa öll fjarskiptafyrirtæki á markaði möguleika á að bjóða þjónustu sína um ljósleiðara Mílu. Til að panta þjónustu um ljósleiðarann þarf því aðeins að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og kanna hvaða möguleikar eru í boði.

Meðal helstu fjarskiptafyrirtækja eru Síminn, Vodafone, Nova, Hringdu, Hringiðan, Snerpa, Fjölnet og Telnet.

Míla á mikið af innviðum í formi röra og strengja víða um land og þar á meðal á Húsavík. Með því að nota innviði sem eru þegar til staðar er jarðvinnuraski haldið í lágmarki og hægt að tengja fleiri heimili á styttri tíma. Í sumum tilvikum getur þó verið nauðsynlegt að grafa niður á rör innan lóða til að tryggja að hægt sé að draga ljósleiðarann í fyrirliggjandi rör. Míla leggur sig fram við að halda raski sem minnstu og vanda frágang og lágmarka óþægindi fyrir íbúa eins og kostur er.

Lagning ljósleiðarans er íbúum að kostnaðarlausu á meðan framkvæmdir standa yfir og engin stofnkostnaður fylgir því að fá ljósleiðara Mílu, né skuldbinding um kaup á þjónustu yfir hann.

Mögulegt er að fá internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu og heimasíma yfir ljósleiðara Mílu og verður allt að 1 Gb/s internet hraði í boði fyrir íbúa Húsavíkur. Viðskiptavinum á ljósleiðara Mílu býðst sjónvarpsþjónusta bæði á sjónvarpi Símans og Vodafone.

Hér á heimasíðu Mílu er öflug leitarvél þar sem slegið er inn heimilisfangi til að fá upplýsingar um tengimöguleika og mögulegan hámarkshraða. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica