Ljósleiðari Mílu hefur verið lagður í Bökkunum Breiðholti og Hæðunum í Garðabæ

27.4.2017

Starfsmenn Mílu hafa s.l. mánuði unnið hörðum höndum að því að tengja íbúa höfuðborgarsvæðisins við Ljósleiðara Mílu.

Starfsmenn Mílu hafa s.l. mánuði unnið hörðum höndum að því að tengja íbúa höfuðborgarsvæðisins við Ljósleiðara Mílu. Nú þegar eiga um 34 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu kost á að panta Ljósleiðara Mílu.

Nýjustu hverfin sem hafa verið tengd eru Bakkarnir í Breiðholti og Hæðirnar í Garðabæ. Íbúar þessara hverfa geta nú pantað Ljósleiðara Mílu í gegnum sitt fjarskiptafyrirtæki.