Ljósleiðari Mílu á Egilsstöðum

3.10.2019

Míla leggur ljósleiðara til 488 heimila á Egilsstöðum. 

Þessa dagana er unnið að lagningu ljósleiðara til heimila á Egilsstöðum. Framkvæmdin er í samstarfi við Rafey ehf., sem er samstarfsaðili Mílu á Egilsstöðum. Þegar er búið að tengja heimili við Hamragerði og Hamra, alls 156 íbúðir.