5. september 2018

Ljósleiðari Mílu á Ásbrú og Arnarnesi

Um 150 heimili á Arnarnesi og 314 heimili á Ásbrú eru nú komin með mögleika á að tengjast ljósleiðara Mílu.

Nú eru um 150 heimili á Arnarnesi í Garðabæ komin með tengingu við Ljósleiðara Mílu. Þau heimili sem eftir standa verða tengd á næstu dögum. Þar með verða öll heimili á Arnarnesi komin með tengingu.

Þá eru 314 heimili á Ásbrú komin með tengingu við Ljósleiðara Mílu. um er að ræða heimili við Skógarbraut, hús nr. 915 til 932, 1113A og B og 1114 A og B. Er þessi áfangi aðeins byrjunin á stóru verkefni sem er að tengja öll heimili í Reykjanesbæ á Ljósleiðara Mílu.

Öll fyrirtæki sem bjóða fjarskiptaþjónustu til einstaklinga geta tengst ljósleiðarakerfi Mílu. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og óska eftir þjónustu um ljósleiðara Mílu.